Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 546 . mál.


1260. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 6. maí.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    Í stað hlutfallstölunnar „2,85“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 3.
    1. málsl. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Hugbúnaðariðnað, hótelgistingu, veitingarekstur og útleigu bifreiða.
    

2. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. maí 1994 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds frá og með þeim tíma og álagningu tryggingagjalds á árinu 1995.